top of page
FAQ
Við skiljum að flutningar geta vakið upp margar spurningar, og við viljum tryggja að þú fáir allar upplýsingar sem þú þarft til að ferlið gangi snurðulaust fyrir sig. Hér að neðan finnur þú svör við algengustu spurningum sem viðskiptavinir okkar hafa spurt. Ef þú finnur ekki svar við þinni spurningu, þá endilega hafðu samband og við aðstoðum þig með ánægju.
-
Hvernig bóka ég flutninga hjá Kassanum?Þú getur bókað flutninga hjá okkur með því að hafa samband í gegnum vefsíðuna okkar, senda okkur tölvupóst, eða hringja beint í okkur. Við munum hjálpa þér að skipuleggja flutninginn og ganga frá öllum nauðsynlegum upplýsingum.
-
Hvaða svæði þjónustar Kassinn?Kassinn býður upp á flutningaþjónustu aðallega um innanbæjar á stór reykjavíkursvæðinu sem og á Reykjanesi. Lengri ferðir milli landshluta er þó hægt að semja um.
-
Hvað kostar flutningsþjónustan?Verðið fer eftir þjónustunni sem þú velur. Grunnverð fyrir einn starfsmann og sendibíl er 19.990 kr. á klukkustund og 29.990 kr. fyrir tvo starfsmenn. Þetta verð inniheldur VSK sem og akstur allt að 100 km, og hægt er að semja um umfram akstur.
-
Hvað kostar umframaksturGjald fyrir umframakstur ef samið er um hann við bókun eða við upphaf leigutíma er kr. 100 kr á hvern km. Gjald fyrir ósaminn umframakstur er kr. 300 á hvern km og er innheimt eftir á.
-
Hvernig er greiðsluferlið?Greiðslur fyrir flutningaferlið fara fram eftir að þjónustan hefur verið veitt. Við tökum við greiðslum með korti, innheimtukröfu í heimabanka, bankamillifærslu eða með öðrum aðferðum sem þú kýst.
-
Hvað ef eitthvað skemmist í flutningi?Öryggi eigna þinna er okkur mjög mikilvægt. Við leggjum áherslu á vandaða og örugga flutninga. Við mælum eindregið með að eigandi leiti til síns tryggingarfélags fyrir flutning til að tryggja búslóð eða farm á meðan fluttningi stendur.
-
Hversu langt fyrirfram ætti ég að bóka flutninga?Við mælum með að bóka flutninga eins snemma og mögulegt er til að tryggja að við séum laus á þeim tíma sem hentar þér best. Sérstaklega á álagstímum eins og yfir helgar og sumarfrí.
-
Hverjir eru bílarnir sem þið notið í flutningana?Við notum nýja og nútímalega Ford E-Transit 350 sendibíla sem eru hannaðir til að takast á við margvíslegar flutningaverkefni. Bílar okkar eru rúmgóðir og henta vel fyrir stórar sem smáar sendingar.
-
Hver er munurinn á L2H2 og L3H2 bílunum?Munurinn liggur í stærð bílanna. L2H2 er styttri en L3H2, sem þýðir að L3H2 hefur meira farangursrými og hentar vel fyrir stærri flutninga.
-
Hvernig tryggið þið að þjónustan sé persónuleg?Við leggjum mikið upp úr persónulegri þjónustu og sérsniðnum lausnum. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar til að skilja þarfir þeirra og tryggja að flutningarnir fari fram á sem þægilegastan og skilvirkastan hátt.
bottom of page