top of page

Góð ráð

Flutningar geta verið krefjandi verkefni, en með réttri nálgun geturðu gert ferlið bæði einfaldara og stresslaust. Skipulagning með fyrirvara er lykillinn að árangri, þar sem hún gefur þér tíma til að undirbúa allt á réttan hátt. Vönduð pökkun og merking kassa tryggir að eigur þínar komist óskemmdar á áfangastað og að uppsetning í nýju húsnæði verði einföld. Að losa sig við óþarfa hluti áður en flutningarnir hefjast léttir álagið og minnkar magnið sem þarf að flytja. Að lokum, með því að hafa nauðsynjavörur aðgengilegar fyrir fyrsta daginn, tryggirðu að þú hafir allt sem þú þarft strax við höndina. Með þessum ráðum geturðu lágmarkað álagið og aukið líkur á vel heppnuðum flutningum, þar sem allt gengur upp á skilvirkan og öruggan hátt.

Skipulegðu flutninginn með fyrirvara

Góð skipulagning er lykilinn að streitulausum flutningum. Byrjaðu á að skipuleggja hvenær og hvernig flutningurinn á að fara fram, og gerðu lista yfir allt sem þarf að gera. Þetta gerir þér kleift að hafa yfirsýn yfir verkefnin og koma í veg fyrir óþarfa stress.

Pakkaðu vel og merktu kassa

Til að koma í veg fyrir skemmdir á eigum þínum er mikilvægt að pakka þeim vel inn í viðeigandi pakkningarefni, eins og bylgjupappa, plastfilmu eða bólstraplast. Merktu síðan hvern kassa með innihaldi og í hvaða herbergi hann á að fara. Þetta auðveldar bæði flutninginn og uppsetningu í nýju húsnæði.

Losaðu þig við óþarfa hluti

Notaðu tækifærið til að losa þig við hluti sem þú þarft ekki lengur. Þetta minnkar magn af dóti sem þú þarft að flytja og einfaldar ferlið. Seldir, gefðu eða hentu því sem þú notar ekki lengur.

Hafðu nauðsynjavörur aðgengilegar

Gakktu úr skugga um að hafa kassa með nauðsynjavörum aðgengilegan fyrir fyrsta daginn í nýja húsnæðinu. Þessi kassi gæti innihaldið hluti eins og fatnað, hreinlætisvörur, hleðslutæki og önnur atriði sem þú þarft strax.

Fáðu Tilboð

Fylltu út formið til að gefa okkur hugmynd um umfangi flutningsins. Við munum hafa samband við þig til að meta með þér hvaða stærð bíls hentar best, hversu langt þarf að keyra, og hversu margar klukkustundir við áætlum að flutningurinn taki. Að því loknu sendum við þér sérsniðið tilboð. Þegar þú hefur samþykkt tilboðið, staðfestum við bókunina og sjáum um restina.

Takk fyrir- Við munum hafa samband

Kinnargata 47 Garðabær

Kennitala: 080878-4359

© 2024 KASSINN

Hafa samband

Sími: 6608833

  • Facebook

Opnunar tími

Föstudagur: 10am - 10pm

Laugardaga: 10am - 10pm

​Sunudaga: 10am - 10pm

bottom of page